Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 29. nóvember 2023 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég bjóst ekki alveg við að fá byrjunarliðssætið í síðasta glugga en er virkilega þakkklát og stolt af því," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í dag en hún hefur byrjað síðustu leiki landsliðsins í vinstri bakvarðarstöðunni og virðist vera að festa sér sætið.

„Það er auðvitað mikil samkeppni hérna og fullt af frábærum leikmönnum," bætti hún við.

Ísland mætir Wales í Þjóðadeild UEFA á Cardiff City leikvanginum klukkan 19:15 á föstudagskvöldið.

„Hópurinn er rosalega góður og við höfum verið að taka skref í rétta átt í hverjum glugga og planið er að halda því áfram," sagði Sædís.

„Leikurinn verður erfiður og við verðum að sýna okkar rétta andlit og fyrst og fremst vinna baráttuna og halda í okkar gildi."

Búast má við að bæði lið muni spila fast í leiknum og harka og barátta einkenni leikinn. Sædís er klár í það.

„Já já, maður er alltaf til í það og hef ekkert á móti því," sagði hún.

Ísland þarf stig úr leiknum til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sædís efast ekkert um að ná því.

„Við erum ekki komnar hingað til að biða og sjá heldur ætlum við að framkvæma og ætlum okkur þrjú stig," sagði hún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner