Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 29. nóvember 2023 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Sædís á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingunni í Cardiff.
Frá æfingunni í Cardiff.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég bjóst ekki alveg við að fá byrjunarliðssætið í síðasta glugga en er virkilega þakkklát og stolt af því," sagði landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í dag en hún hefur byrjað síðustu leiki landsliðsins í vinstri bakvarðarstöðunni og virðist vera að festa sér sætið.

„Það er auðvitað mikil samkeppni hérna og fullt af frábærum leikmönnum," bætti hún við.

Ísland mætir Wales í Þjóðadeild UEFA á Cardiff City leikvanginum klukkan 19:15 á föstudagskvöldið.

„Hópurinn er rosalega góður og við höfum verið að taka skref í rétta átt í hverjum glugga og planið er að halda því áfram," sagði Sædís.

„Leikurinn verður erfiður og við verðum að sýna okkar rétta andlit og fyrst og fremst vinna baráttuna og halda í okkar gildi."

Búast má við að bæði lið muni spila fast í leiknum og harka og barátta einkenni leikinn. Sædís er klár í það.

„Já já, maður er alltaf til í það og hef ekkert á móti því," sagði hún.

Ísland þarf stig úr leiknum til að tryggja sér sæti í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sædís efast ekkert um að ná því.

„Við erum ekki komnar hingað til að biða og sjá heldur ætlum við að framkvæma og ætlum okkur þrjú stig," sagði hún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner