Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjá fyrir sér 2-4 breytingar á byrjunarliði Man Utd í kvöld
Höjlund kemur inn ef ósk blaðamanna MEN rætist.
Höjlund kemur inn ef ósk blaðamanna MEN rætist.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Maguire og Varane í miðvörðunum?
Maguire og Varane í miðvörðunum?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þrír blaðamenn ManchesterEveningNews stilltu upp sínu byrjunarliði Manchester United gegn Galatasaray í kvöld.

Ljóst er að Marcus Rashford tekur út leikbann og því verðu að minnsta kosti ein breyting á byrjunarliðinu frá 3-0 sigrinum gegn Everton á sunnudag.

Allir blaðamennirnir vilja sjá Rasmus Höjlund koma inn fyrir Anthony Martial sem fremsti maður.

Þeir vilja allir einnig gera að minnsta kosti eina breytingu á vörninni.

Tveir þeirra vilja fá inn Raphael Varane fyrir Victor Lindelöf og tveir þeirra vilja fá inn Aaron Wan-Bissaka í stað Diogo Dalot.

Allir eru sammála um að þeir Andre Onana, Harry Maguire og Luke Shaw eigi að halda sæti sínu.

Allir þrír stilla upp sömu miðju og var gegn Everton; Kobbie Mainoo var frábær og með honum voru Scott McTominay og Bruno Fernandes.

Einn þeirra vill fá Facundo Pellistri á hægri kantinn, einn þeirra setur Antony þangað með semingi og sá þriðji færir Alejandro Garnacho út hægra megin og færir Martial í stöðu vinstri kantmanns.

Garnacho er í öllum byrjunarliðunum.

Leikurinn hefst klukkan 17:45 og er United fyrir leikinn í neðsta sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner