Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fös 29. nóvember 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Kominn tími á mig að gefa Sterling fleiri mínútur
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn West Ham sem fram fer seinni partinn á morgun.

Hann var spurður út í Raheem Sterling sem lagði upp mark í sigrinum gegn Nottingham Forest um síðustu helgi en kom ekki við sögu gegn Sporting á þriðjudag. Sterling er á láni hjá Arsenal frá Chelsea og hefur ekki spilað sérstaklega mikið frá komu sinni í haust; spilað alls 340 mínútur í níu leikjum, skorað eitt mark og lagt upp tvö.

„Hann allavega brosti, sem betur fer fyrir mig," sagði Arteta aðspurður út í viðbrögð Sterling við því að hafa ekki spilað úti í Portúgal.

„Svona gerist í fótbolta og því miður lenti hann í því að fá ekki að spila, en viðbrögð hans voru eins góð og þau gátu verið."

„Ég væri til í að sjá hann spila meira og það er undir mér komið. Hann er að reyna sitt besta. Hans hugarfar í kringum liðið og vinnusemi hefur verið framúrskarandi og núna er kominn tími á mig að láta hann fá fleiri mínútur. Það er stefnan að hann spili meira, þess vegna kom hann inn gegn Forest og ég vildi setja hann inn á gegn Sporting og koma honum í takt því hann getur virkilega haft áhrif á liðið,"
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner