banner
   mán 30. janúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Denis Suarez fer til Espanyol en endar hjá Villarreal
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Spænska félagið Villarreal er að styrkja sig með afar sniðugum leikmannakaupum langt fram í tímann.


Félagið er þegar búið að ná samkomulagi við Ben Brereton Diaz, sóknarmann Blackburn, sem kemur á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út næsta sumar.

Nú er greint frá því að félagið sé að krækja í annan leikmann á frjálsri sölu, Denis Suarez sem kemur úr röðum Celta Vigo.

Suarez er 29 ára miðjumaður sem hefur áður leikið fyrir Villarreal. Hann var á mála hjá félaginu tímabilið 2015-16 og stóð sig gífurlega vel, svo vel að Barcelona festi kaup á honum.

Þessi miðjumaður á leiki að baki fyrir Barcelona og Arsenal en aðeins einn fyrir A-landslið Spánar eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.

Suarez er samningsbundinn Celta en rennur út á samningi næsta sumar. Celta hefur því ákveðið að lána hann til Espanyol út tímabilið en svo mun hann færa sig aftur um set.

Suarez hefur verið lykilmaður á síðustu tveimur tímabilum hjá Celta en var frystur úr byrjunarliðinu þegar hann neitaði að gera nýjan samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner