þri 30. mars 2021 11:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Auðvitað langar alla að fara upp í A-landsliðið"
Icelandair
Á æfingu í Györ.
Á æfingu í Györ.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar Baldursson var spurður út í leikina gegn Dönum og Frökkum á fréttamannafundi í morgun. Andri er leikmaður U21 árs landsliðsins og kom inn á sem varamaður gegn Dönum.

Framundan er lokaleikurinn gegn Frakklandi. Andri, sem er leikmaður Bologna á Ítalíu, á að baki einn A-landsleik og var einnig spurður út í A-liðið.

Varst þú svekktur að vera ekki einn af þessum fjórum sem kallaðir voru upp í A-landsliðið?

„Já og nei. Auðvitað langar alla að fara upp í A-landsliðið en á sama tíma er ég bara virkilega ánægður að fá að vera hér. Það er stór leikur framundan, stórt svið. Ég er ekki búinn að spila það mikið á síðustu mánuðum, ég er mjög ánægður að fá að vera hér og fá leik,“ sagði Andri.

Önnur svör Andra á fundinum:
Andri Fannar um Bologna: Hefði viljað spila meira
Andri Fannar: Aldrei fundið jafnmikinn sársauka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner