Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
   fim 30. mars 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Chris Wood ekki meira með á tímabilinu
Chris Wood.
Chris Wood.
Mynd: Getty Images
Chris Wood, sóknarmaður Nottingham Forest, verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Wood gekk í raðir Forest frá Newcastle í janúarglugganum og skoraði í 1-1 jafntefli gegn Manchester City.

Hann meiddist í landsliðsverkefni með Nýja-Sjálandi.

Nottingham Forest er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og á leik gegn Wolves á laugardaginn.

Meiðslavandræði herja á Forest en Brennan Johnson, Serge Aurier, Gustavo Scarpa og Andre Ayew eru tæpir fyrir leikinn.

Það verður því eitthvað púsluspil fyrir Steve Cooper að stilla saman liði sínu á laugardag en hann hefur reyndar úr nægum mannskap að velja. Forest hefur farið hamförum í síðustu tveimur félagaskiptagluggum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 6 6 0 0 16 3 +13 18
2 Liverpool 6 5 1 0 15 5 +10 16
3 Brighton 6 5 0 1 18 8 +10 15
4 Tottenham 6 4 2 0 15 7 +8 14
5 Arsenal 6 4 2 0 11 6 +5 14
6 Aston Villa 6 4 0 2 12 10 +2 12
7 West Ham 6 3 1 2 11 10 +1 10
8 Newcastle 6 3 0 3 16 7 +9 9
9 Man Utd 6 3 0 3 7 10 -3 9
10 Crystal Palace 6 2 2 2 6 7 -1 8
11 Fulham 6 2 2 2 5 10 -5 8
12 Nott. Forest 6 2 1 3 7 9 -2 7
13 Brentford 6 1 3 2 9 9 0 6
14 Chelsea 6 1 2 3 5 6 -1 5
15 Everton 6 1 1 4 5 10 -5 4
16 Wolves 6 1 1 4 6 12 -6 4
17 Bournemouth 6 0 3 3 5 11 -6 3
18 Luton 5 0 1 4 3 11 -8 1
19 Burnley 5 0 1 4 4 13 -9 1
20 Sheffield Utd 6 0 1 5 5 17 -12 1
Athugasemdir
banner