Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 30. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Grænt ljós á íþróttir fyrir luktum dyrum frá 1. júní
Breska ríkisstjórnin er búin að staðfesta að íþróttaviðburðir mega fara fram frá og með 1. júní, svo lengi sem fylgt sé ströngum reglum vegna Covid-19.

Ef allt gengur að óskum mun enska úrvalsdeildin fara aftur af stað 17. júní og enski bikarinn 27. júní.

Tæplega 40 þúsund manns hafa látist vegna kórónuveirunnar í Bretlandi, 27 þúsund þeirra létust á Englandi.

Bretar eru því, ásamt Spánverjum og Ítölum, meðal þeirra Evropuþjóða sem hafa komið verst úr heimsfaraldrinum.

Um tvö þúsund manns eru að smitast á dag í Bretlandi og eru rúmlega þrjúhundruð andlát á hverjum degi.
Athugasemdir
banner