Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Grænt ljós á íþróttir fyrir luktum dyrum frá 1. júní
Mynd: Getty Images
Breska ríkisstjórnin er búin að staðfesta að íþróttaviðburðir mega fara fram frá og með 1. júní, svo lengi sem fylgt sé ströngum reglum vegna Covid-19.

Ef allt gengur að óskum mun enska úrvalsdeildin fara aftur af stað 17. júní og enski bikarinn 27. júní.

Tæplega 40 þúsund manns hafa látist vegna kórónuveirunnar í Bretlandi, 27 þúsund þeirra létust á Englandi.

Bretar eru því, ásamt Spánverjum og Ítölum, meðal þeirra Evropuþjóða sem hafa komið verst úr heimsfaraldrinum.

Um tvö þúsund manns eru að smitast á dag í Bretlandi og eru rúmlega þrjúhundruð andlát á hverjum degi.
Athugasemdir
banner
banner