Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Grótta miklu betri en ég hefði haldið á þessum tímapunkti"
Grótta er að spila í efstu deild í fyrsta sinn.
Grótta er að spila í efstu deild í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta spilaði æfingaleik við Víking R. í vikunni og endaði hann með 3-2 sigri Víkinga eftir að Grótta hafði komist 2-0 yfir.

Grótta kom öllum á óvart með því að vinna 1. deildina síðastliðið sumar eftir að hafa komist upp úr 2. deild þar áður. Grótta spilar í fyrsta skipti í efstu deild í sumar. Í útvarspþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í dag var talað um Gróttu.

„Þeir voru hrikalega flottir Gróttumenn," sagði Tómas Þór Þórðarson um leik Gróttu gegn Víkingi í vikunni.

„Við sáum alveg hvað þeir ætla að gera í þessum leik. Gústi hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að vera ekki nægilega taktískur og vera skákaður út á vellinum í ýmsum stöðum. En þetta er það sem Gústi púst kann, að skipuleggja eitthvað svona lið sem hefur bara að því að keppa að kreista einhver úrslit, eins og hann gerði með Fjölni á sínum tíma þó að þetta lið sé slakara lið á pappír heldur en flest Fjölnisliðin sem hann var með."

„Þeir voru bara flottir, drulluskipulaðir og sóttu hratt. Axel (Freyr Harðarson) var geggjaður úti á vinstri kantinum. Kristófer Orri inn á miðjunni sömuleiðis. Það var hugur í þeim, Hákon geggjaður í markinu. Ég er bara að miða við þessar fyrstu 45 mínútur sem ég sá af leiknum."

„Mér leist vel á þá, ég held að þeir viti nákvæmlega hvað þeir ætli að gera. Þeir eru með tvo stráka sem eru virkilega góðir. Ég er ekki segja að þeir séu 100 prósent að fara að halda sér, en þeir eru mikli betri en ég hefði haldið á þessum tímapunkti."

Gróttu er spáð 11. sæti af Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deildina í sumar.

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Pepsi Max hringborð - Umræður eftir æfingaleikjaviku
Athugasemdir
banner
banner