Segir að Guðmundur sé að standa sig frábærlega sem fyrirliði

Gary Martin var fyrirliði Selfoss í fyrra en það var gerð breyting fyrir tímabilið í ár og tók hinn efnilegi Guðmundur Tyrfingsson við bandinu.
Guðmundur er ungur leikmaður en hann er að taka mikla ábyrgð í liðinu.
Guðmundur er ungur leikmaður en hann er að taka mikla ábyrgð í liðinu.
Sjá einnig:
„Þú þarft að leggja mikið á þig til að vera í þessari stöðu"
Gary var spurður út í þessa breytingu eftir leik Selfoss gegn Ægi á dögunum.
„Fyrst var þetta frekar skrítin tilfinning. Þú gefur mér ákveðna ábyrgð og tekur hana svo í burtu, en svo lengi sem hann heldur áfram að skora þá er mér alveg sama," sagði Gary og hélt svo áfram:
„Mitt starf er að leiðbeina honum. Gummi er bara tvítugur. Hann mun alltaf hlusta á mig en hann er með fyrirliðabandið. Ef hann er ekki inn á þá er held ég Jón Vignir sé með bandið. Þetta eru tveir ungir strákar frá Selfossi. Ég skil þetta. Ég held að menn muni áfram leita til mín í að leiða liðið áfram, þú þarft meira en bara einn fyrirliða."
„Gummi er að standa sig frábærlega í að vera fyrirliði. Ég mun halda áfram að leiðbeina honum og vonandi heldur hann áfram að skora," sagði Gary.
Selfoss vann 3-1 sigur á Ægi og er liðið með sex stiga eftir fjóra leiki. Liðið er sem stendur í fjórða sæti Lengjudeildarinnar en Guðmundur er markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með fjögur mörk.
Athugasemdir