Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. júní 2020 10:10
Elvar Geir Magnússon
Lið 3. umferðar - Víkingar áberandi
Ágúst Eðvald Hlynsson í leiknum í gær.
Ágúst Eðvald Hlynsson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viktor Karl Einarsson var líka í úrvalsliði 1. umferðar.
Viktor Karl Einarsson var líka í úrvalsliði 1. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er í sóttkví og leik liðsins gegn KA var frestað. Það eru því aðeins fimm leikir búnir í 3. umferð en úrvalslið Fótbolta.net og Domino's verður að halda áfram!

Áhugaverðustu úrslit umferðarinnar voru 4-1 sigur Víkings gegn FH. Víkingar hafa legið undir gagnrýni en svöruðu á frábæran hátt og er Arnar Gunnlaugsson þjálfari umferðarinnar.

Í vörn úrvalsliðsins eru Davíð Örn Atlason og Halldór Smári Sigurðsson. Davíð lék aðeins fyrri hálfleik en Víkingar voru 3-0 yfir í leikhléi og náði hann að skora ansi huggulegt mark.

Ágúst Eðvald Hlynsson lagði upp tvö mörk í leiknum og er líka í liðinu en maður leiksins var án vafa Óttar Magnús Karlsson sem skoraði glæsilega þrennu.



Íslandsmeistarar KR unnu 2-1 útisigur gegn ÍA á sunnudag. Beitir Ólafsson markvörður var í úrvalsliðinu eftir fyrstu umferð og er einnig núna. Kristinn Jónsson var valinn maður leiksins.

Valsmenn mættu í Kórinn og rúlluðu yfir HK-inga. Danski markahrókurinn Patrick Pedersen skoraði þrennu í leiknum og þá nýtti Valgeir Lunddal Friðriksson tækifæri sitt í byrjunarliðinu afskaplega vel. Hann lék í vinstri bakverði en fær að vera miðvörður í úrvalsliðinu!

Viktor Karl Einarsson og Gísli Eyjólfsson eru fulltrúar Breiðabliks eftir 3-1 sigur gegn Fjölni en Gísli skoraði þriðja mark Blika. Þá skoraði Valdimar Þór Ingimundarson bæði mörk Fylkis í 2-0 sigri liðsins gegn nýliðum Gróttu.

Sjá einnig:
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner