Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 30. júní 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Manchester United neitar að borga yfir 50 milljónir punda fyrir Sancho
Manchester United er ekki tilbúið að greiða meira en 50 milljónir punda fyrir Jadon Sancho, kantmann Borussia Dortmund.

Ónefndur stjórnarmaður Manchester United staðfesti þetta í samtali við Sky Sports í dag.

Hinn tvítugi Sancho hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Englands en hann fór frá Manchester City til Dortmund á átta milljónir punda árið 2017.

Sancho hefur verið ítrekað orðaður við Manchester United en Dortmund er með 100 milljóna punda verðmiða á honum.

Manchester United neitar að greiða yfir 50 milljónir punda og því þykir ólíklegt að af félagaskiptunum verði í sumar.
Athugasemdir
banner