Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 30. júní 2024 22:13
Kári Snorrason
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu Fram í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-1 heimamönnum í vil en frammistaða Víkinga var ekki sannfærandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Hún var ekki góð (frammistaðan). Líka í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skora tvö mörk. Þá var þessi leikur einhvernveginn alltaf í járnum. Þeir voru virkilega flottir og ég ætla ekki að taka neitt af þeim.

Leiðinlegt að segja að frammistaða okkar hafi verið léleg en andstæðingurinn var flottur og leyfði okkkur ekki að komast upp með nokkurn skapaðan hlut.

Mér fannst eins og menn voru að spara sig, það er undanúrslitaleikur framundan og menn mögulega þreyttir eftir erfiðan leik gegn Stjörnunni. Svo er Evrópuleikurinn handan við hornið."


Arnar var spurður um áhuga Víkings á Guðmundi Andra Tryggvasyni leikmanni Vals en samningur hans rennur út í haust.

„Við létum Val vita að við ætlum að tala við hann. Að sjálfsögðu, ég hef alltaf sagt það þarf enginn að fara í fýlu út af því, að þegar góðir bitar koma á markað þá verður Víkingur að taka þátt í því. Við höfum talað við hann, fleiri lið hafa talað við hann og svo tekur hann endanlega ákvörðun."

Arnar telur litlar líkur að hann komi í sumarglugganum.

„Ég held að það sé ekki möguleiki, við myndum helst vilja fá hann á morgun en við erum aðallega að hugsa um næsta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner