Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 30. júlí 2024 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Geoffrey Castillion í Ægi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir hefur fengið hollenska sóknarmanninn Geoffrey Castillion í sínar raðir og mun hann spila með liðinu út tímabilið.

Castillion, sem heitir fullu nafni Geoffrey Wynton Mandelano Castillion, þekkir vel til á Íslandi því hann lék í efstu deild á árunum 2017-19.

Hann lék með Víkingi í eitt tímabil, fór svo til FH fyrir tímabilið 2018 en fór aftur í Víking í glugganum um mitt tímabil. Hann endaði svo á því að spila með Fylki tímabilið 2019. Í 53 leikjum fyrir liðin þrjú i efstu deild skoraði hann 28 mörk.

Castillion er 33 ára Hollendingur sem uppalinn er hjá Ajax og lék síðast með áhugamanna liði í Amsterdam. Hann lék á sínum tíma með U17-U19 landsliðum Hollendinga.

Grindavík var með hann til æfinga fyrir tímabilið 2023 en hann varð fyrir því óláni að slita hásin í æfingaferðinni fyrir mótið og því varð ekkert úr mögulegri endurkomu til Íslands.

Ægir er í 10. sæti 2. deildar. Liðið er með 15 stig eftir 14 umferir og hefur ekki fengið stig í síðustu sex leikjum. Næsti leikur er gegn Hetti/Hugin á Vilhjálmsvelli annað kvöld og er Castillion kominn með leikheimild fyrir þann leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner