Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 30. ágúst 2022 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Berglind um PSG: Geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Evrópumótinu.
Frá Evrópumótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma hingað í þennan hóp," segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðshópurinn er kominn aftur saman í fyrsta sinn síðan eftir Evrópumótið. Framundan eru mikilvægir leikir sem koma til með að skera úr um það hvort íslenska liðið fari beint á HM í fyrsta sinn.

„Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu verkefni," segir Berglind. „Við áttum frábæran tíma á EM. Við stóðum okkur vel þrátt fyrir að við komumst ekki áfram. Við tökum það sem við gerðum vel á EM í þessa leiki."

Þau stóru tíðindi bárust á dögunum að Berglind væri gengin í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain. Hún skrifaði undir samning til 2024 við félagið sem er eitt það sterkasta í Evrópu.

„Þau hafa samband strax eftir EM. Svo fer boltinn að rúlla. Ég skrifa svo bara undir," segir Berglind um aðdragandann að þessum áhugaverðu skiptum.

PSG hefur áður sýnt henni áhuga. „Þau höfðu líka samband í fyrra, en þá gekk það ekki upp. Það er geggjað að þau hafi áfram fylgst með mér og sýnt mér áhuga núna eftir EM. Ég veit ekki hvenær þau byrjuðu að fylgjast með mér, ég hef ekkert spurt að því. Þetta er góð viðurkenning fyrir mig að þau hafi sýnt áhuga í fyrsta lagi og að þetta hafi gengið upp er ótrúlega gaman."

Berglind, sem hefur áður leikið í Frakklandi með Le Havre, spilaði sinn fyrsta leik með PSG gegn Lyon í ofurbikar Frakklands á dögunum. Hún kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í 1-0 tapi.

„Þessir fyrstu dagar hafa verið mjög 'busy'. Það er geggjað að vera komin í þetta umhverfi og spila með svona frábærum leikmönnum. Það er geggjað og ég mun klárlega bæta minn leik þarna úti," segir Berglind.

Hvíta-Rússland á föstudaginn
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Það er alltaf talað um að við eigum að klára Hvíta-Rússland, en þær eru með fínt lið og við þurfum að spila okkar besta leik til að klára þær," segir Berglind en hún hvetur fólk til að mæta á völlinn á föstudag og styðja við bakið á liðinu. Það skipti miklu máli.

Sjá einnig:
Berglind Björg: Samtalið við PSG var komið langt
Athugasemdir
banner
banner