Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 30. september 2020 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Burnley og Man City: De Bruyne og Sterling inná
Mynd: Getty Images
Manchester City tekur á móti Burnley í enska deildabikarnum í kvöld og hafa byrjunarliðin verið kynnt.

Stórlið Man City teflir fram sterku byrjunarliði þa rsem aðeins tveir varamenn fá að spreyta sig. Annar þeirra er bandaríski markvörðurinn Zack Steffen og hinn er Cole Palmer, 18 ára framherji úr unglingaliðinu.

Lykilmenn á borð við Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og Rodrigo eru í byrjunarliðinu ásamt Ferran Torres sem fær tækifæri. Þeir eiga þó erfiðan leik fyrir höndum þar sem Burnley mætir einnig til leiks með sterkt lið.

James Tarkowski og Ashley Barnes spila í fyrsta sinn á tímabilinu eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Tarkowski er gríðarlega eftirsóttur og er talað um að Leicester sé reiðubúið til að borga rúmlega 35 milljónir punda fyrir hann.

Matej Vydra byrjar frammi ásamt Barnes og mun Chris Wood væntanlega koma inn af bekknum í síðari hálfleik.

Man City: Steffen, Walker, Fernandinho, Laporte, Mendy, Rodrigo, De Bruyne, Torres, Mahrez, Sterling, Palmer.
Varamenn: Ederson, Ake, Bernardo, Foden, Delap, Doyle, Harwood-Bellis.

Burnley: Peacock-Farrell, Lowton, Long, Tarkowski, Taylor, McNeil, Brownhill, Westwood, Pieters, Barnes, Vydra
Varamenn: Norris, Bardsley, Dunne, Benson, Glennon, Goodridge, Wood
Athugasemdir
banner
banner
banner