Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 30. september 2020 17:41
Ívan Guðjón Baldursson
Everton bauð 26 milljónir í Godfrey - Cantwell og Buendia á förum
Sky Sports greinir frá því að Everton sé búið að bjóða 26 milljónir punda fyrir Ben Godfrey, 22 ára miðvörð Norwich.

Godfrey hefur sinnt lykilhlutverki í liði Norwich undanfarin ár og spilaði hann 30 leiki er Norwich féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Everton býður 20 milljónir punda auk 6 milljóna í ýmsar aukagreiðslur.

Godfrey er ekki eini leikmaðurinn sem Norwich er að missa úr hópnum því Todd Cantwell og Emi Buendía voru ekki í leikmannahópi liðsins í tapi gegn Bournemouth á sunnudaginn.

Leeds United er að kaupa Cantwell fyrir 20 milljónir punda á meðan Buendía gæti verið á leið til Fenerbahce í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner