29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 30. september 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Heiðar: Sýndum að við erum bestir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi þjálfari KFS, var himinlifandi eftir sigur KFS gegn Hamri í úrslitaleik um sæti í 3. deild.

KFS vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og hafði aftur betur er liðin mættust í Hveragerði í dag.

„Peyjarnir mínir eru búnir að vera geggjaðir allt seasonið. Ég sagði við þá þegar ég tók við í janúar að við ætluðum að sýna öllum að við værum besta liðið í fjórðu deildinni. Þó að meistarar eins og Maggi Bö og fleiri hafi ekki trúað á okkur þá ætluðum við að sýna öllum það og við gerðum það í dag. Við erum gott lið og við verðskuldum þetta" sagði Gunnar Heiðar brosandi.

„Lykillinn að baki þessum árangri er liðsheildin. Þetta er hrikalega flott lið og flottir strákar sem ég er með hérna. Við lögðum okkur alla fram og svo er þjálfarinn með gott kerfi líka þannig þetta virkar alltsaman."

Gunnar Heiðar skoraði laglegt mark í leiknum sem var dæmt af vegna rangstöðu, hann er ekki sammála þeim dómi.

„Nei það var ekki réttur dómur eins og þú sást kannski en svona er þetta. Svo skallaði ég í stöngina líka en eins gott að við fylgdum eftir og skoruðum. Ég hugsaði bara: 'ekki er þetta einn af þessum dögum' en við náðum að skora."

Gunnar Heiðar grínaðist að lokum með fréttamanni sem spurði hvort hann væri búinn að missa 'touchið' eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku stærstan hluta ferilsins.
Athugasemdir
banner