Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. september 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi velkominn til Atletico með vini sínum Suarez
Messi vildi fara frá Barcelona í sumar.
Messi vildi fara frá Barcelona í sumar.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi er velkomið að koma til Atletico Madrid að spila með vini sínum Luis Suarez. Þetta segir forseti félagsins, Enrique Cerezo.

Suarez var hent frá Barcelona í sumar og gekk hann í raðir Atletico þar sem hann byrjaði á því að skora tvö og leggja upp eitt í 6-1 sigri á Granada um síðustu helgi.

Messi vildi fara frá Barcelona í sumar en fékk ekki ósk sína uppfyllta.

Í samtali við Cadena Cope sagði Cerezo að Messi yrði boðinn velkominn til Atletico að spila með vini sínum Suarez, en Messi og Suarez eru gríðarlega góðir vinir. Það að Messi endi hins vegar í Atletico er afar ólíklegt.

Atletico mætir Huesca í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner