Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mið 30. september 2020 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Vinicius Junior gerði sigurmarkið
Real Madrid 1 - 0 Real Valladolid
1-0 Vinicius Junior ('65)

Vinicius Junior gerði eina mark leiksins er Real Madrid hafði betur gegn Real Valladolid í La Liga.

Leikurinn var furðulega jafn og réðust úrslitin af virkilega vondum varnarleik gestanna, þar sem boltinn fór af þremur varnarmönnum áður en hann barst til Vinicius í dauðafæri.

Lærisveinar Zinedine Zidane eru komnir með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan andstæðingar þeirra frá Valladolid eru með tvö stig eftir fjóra leiki.

Eden Hazard var ekki með Madrid vegna meiðsla.

Eibar 0 - 1 Elche
0-1 Lucas Boye ('37)

Eibar tapaði þá gegn nýliðum Elche þökk sé laglegu marki frá Lucas Boye.

Heimamenn í Eibar voru betri en tókst ekki að koma knettinum í netið og dýrmæt stig í hús fyrir Elche.

Eibar er aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir. Elche er með þrjú stig eftir tvær.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Elche 17 5 7 5 22 20 +2 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Vallecano 17 4 6 7 13 19 -6 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner