Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2022 08:07
Elvar Geir Magnússon
Kuol til Newcastle (Staðfest) - Kemur eftir áramót
Garang Kuol.
Garang Kuol.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur tryggt sér einn efnilegasta leikmann Ástralíu, hinn 18 ára gamla Garang Kuol sem kemur frá Central Coast Mariners.

Kuol er framherji og hafði þetta að segja við heimasíðu Newcastle:

„Þetta er óraunveruleg tilfinning. Sem ungur strákur í Ástralíu þá er enska úrvalsdeildin aðalmálið, það sem allir horfa á. Það býst þó enginn við að ná þangað," segir Kuol.

„Að vera einn af þeim sem komast í þessa stöðu er ótrúleg tilfinning."

Kuol mun koma til Newcastle í janúar en félagið borgar 300 þúsund pund upphaflega fyrir hann. Sú upphæð mun svo hækka eftir ýmsum ákvæðum.

Kuol lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ástralíu í síðustu viku og varð yngsti leikmaður til að spila fyrir þjóðina síðan Harry Kewell lék 1996.

Hann skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í júní og kom sér í ástralska landsliðið eftir fjögur mörk í þeim sjö leikjum sem hann kom inn af bekknum fyrir Mariners. Þá lék hann í vináttuleik við Barcelona á undirbúningstímabilinu og fékk hrós frá sjálfum Xavi.

Dan Ashworth, íþróttastjóri Newcastle, segir að Kuol muni fá tíma til að þroskast og þróast hjá félaginu. Ekki er ólíklegt að hann verði lánaður til að byrja með.

Kuol fæddist í Egyptalandi en fluttist til Ástralíu með fjölskyldu sinni sem flóttafólk frá Suður-Súdan. Eldri bróðir hans, Alou, gekk í raðir Stuttgart í Þýskalandi á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner