Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. september 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið í bikarúrslitaleiknum - Hvaða kerfi spilar Víkingur og verður Lennon á bekknum?
Hundrað marka maðurinn Steven Lennon
Hundrað marka maðurinn Steven Lennon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjar Halldór Smári á bekknum?
Byrjar Halldór Smári á bekknum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spurning hvor byrjar, Davíð eða Kristinn.
Spurning hvor byrjar, Davíð eða Kristinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram úrslitaleikur í Mjólkurbikar karla þar sem Víkingur og FH mætast. Víkingur er ríkjandi bikarmeistari og FH vann síðast bikarinn árið 2010.

Víkingur er í 2. sæti Bestu deildarinnar og FH í 11. sætinu. Ofan á það að lyfta bikar er leikurinn möguleiki fyrir FH á því að ná í Evrópusæti.

Ívar Orri Kristjánsson flautar leikinn á klukkan 16:00 á Laugardalsvelli. Fótbolti.net hefur sett saman líkleg byrjunarlið liðanna á morgun.



Stærstu spurningamerkið FH megin er líklega hvort að Steven Lennon verði í byrjunarliðinu og þá á kostnað Úlfs Ágústs. Lennon kom inn í lið FH í síðasta leik sem tapaðist eftir að Úlfur hafði byrjað leikinn á undan og þá vannst stórsigur á ÍA. Sú ákvörðun var umdeild og ekki sú eina milli leikja. Kristinn Freyr Sigurðsson kom einnig inn fyrir Davíð Snæ Jóhannsson eftir leikinn gegn ÍA. Fótbolti.net spáir því að Úlfur og Kristinn byrji leikinn á morgun.



Hjá Víkingi er spurning hvort farið verði aftur í þriggja manna vörnina sem gekk svo vel gegn Breiðabliki í undanúrslitunum. Víkingar fóru í þriggja manna línu gegn KR í síðustu umferð í deildinni og það gekk aldeilis ekki vel. Fótbolti.net spáir því að Halldór Smári Sigurðsson byrji á bekknum á morgun. Fram á við er svo stærsta spurningin hvort Danijel Dejan Djuric byrji.
Athugasemdir
banner
banner