Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 30. september 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matti spurður út í sögusagnir - „Nenni ekki að eyða orku í það núna"
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Dr Football að félög í efri hlutanum væru að skoða það að semja við Matthías Vilhjálmsson, fyrirliða FH, eftir tímabilið.

Matthías ólst upp á Ísafirði en hefur annars bara spilað með FH hér á Íslandi. Samningur hans rennur út tímabilið og eru sögusagnir um að félög í efri hlutanum séu að líta til hans.

Sjá einnig:
Var líka fyrirliði árið 2010 - „Ein sætasta minningin á ferlinum"

„Ég veit að það eru einhver félög sem ætli að keyra á hann," sagði Hörður Snævar Jónsson en sagðist ekki geta nefnt félögin.

Undirritaður spurði Matta út í þessar sögusagnir og hvort hann hefði heyrt eitthvað?

„Ha? Ég hef ekki hugmynd. Ég er bara að einbeita mér að FH," sagði Matti og bætti við:

„Ég nenni ekki að eyða orku í það akkúrat núna. Ég hef engan tíma í þetta, það er nóg að gera hjá okkur FH-ingum. Við setjumst niður saman eftir tímabilið og ræðum málin. Það er ekkert sem ég er að einbeita mér að núna. Það er nóg um annað að hugsa núna, trúðu mér."
Athugasemdir
banner
banner