Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lautaro skoraði fernu - Þægilegt hjá Milan og Napoli
Lautaro Martínez gerði öll fjögur mörkin í sigri Inter
Lautaro Martínez gerði öll fjögur mörkin í sigri Inter
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum
Victor Osimhen skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez skoraði öll fjögur mörk Inter í 4-0 sigrinum á Salernitana í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Öll mörk Martínez komu í síðari hálfleiknum, enda skiljanlegt þar sem hann kom ekki inn á fyrr en á 54. mínútu, en fyrsta markið gerði hann átta mínútum síðar eftir stoðsendingu Marcus Thuram og fimmtán mínútum síðar kom annað markið.

Hann fullkomnaði þrennu sína úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Martínez var ekki saddur því fjórum mínútum síðar gerði hann fjórða og síðasta mark leiksins. Fullkomin frammistaða hjá honum og er hann markahæstur með 9 mörk í deildinni og Inter á toppnum með 18 stig.

Nágrannar þeirra í Milan unnu Lazio, 2-0. Bandaríski vængmaðurinn Christian Pulisic gerði fyrra markið á 60. mínútu áður en Noah Okafor gulltryggði sigurinn á 88. mínútu. Milan er með 18 stig eins og Inter.

Napoli fagnaði þá öruggum 4-0 sigri á Lecce. Nígeríski framherjinn Victor Osimhen byrjaði á bekknum, en kom inn á í hálfleik og gerði annað mark liðsins. Leo Ostigard, Gianluca Gaetano og Matteo Politano komust allir á blað.

Napoli er í þriðja sæti með 14 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Lecce 0 - 4 Napoli
0-1 Leo Ostigard ('16 )
0-2 Victor Osimhen ('51 )
0-3 Gianluca Gaetano ('88 )
0-4 Matteo Politano ('90 , víti)

Milan 2 - 0 Lazio
1-0 Christian Pulisic ('60 )
2-0 Noah Okafor ('88 )

Salernitana 0 - 4 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('62 )
0-2 Lautaro Martinez ('77 )
0-3 Lautaro Martinez ('85 , víti)
0-4 Lautaro Martinez ('89 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 13 10 2 1 30 7 +23 32
2 Juventus 13 9 3 1 20 8 +12 30
3 Milan 13 8 2 3 21 14 +7 26
4 Napoli 13 7 3 3 26 14 +12 24
5 Roma 13 6 3 4 25 15 +10 21
6 Bologna 13 5 6 2 15 10 +5 21
7 Atalanta 13 6 2 5 21 13 +8 20
8 Fiorentina 13 6 2 5 20 17 +3 20
9 Monza 13 4 6 3 14 12 +2 18
10 Frosinone 13 5 3 5 19 21 -2 18
11 Lazio 13 5 2 6 14 15 -1 17
12 Torino 13 4 4 5 10 16 -6 16
13 Lecce 13 3 6 4 15 18 -3 15
14 Sassuolo 13 4 3 6 20 24 -4 15
15 Genoa 13 4 2 7 14 18 -4 14
16 Udinese 13 1 8 4 9 18 -9 11
17 Cagliari 13 2 4 7 13 25 -12 10
18 Empoli 13 3 1 9 8 25 -17 10
19 Verona 13 2 3 8 9 18 -9 9
20 Salernitana 13 1 5 7 10 25 -15 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner