Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 30. september 2023 21:28
Arnar Laufdal Arnarsson
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Lengjudeildin
Fyrirliðinn
Fyrirliðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Til hamingju Vestri
Til hamingju Vestri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við höfum eiginlega gert þetta fyrir hvert einasta tímabil núna síðustu 5-6 ár þá kemur Sammi framkvæmdarstjóri alltaf með þetta um að fara upp um deild en við pössuðum okkur á því núna í vor að gera það ekki þannig kannski hefur það einhver áhrif" Sagði Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra í viðtali eftir leik þar sem að Vestri tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu árið 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Það vissu allir hversu mikið var undir í þessum leik og það sást á spilamennsku beggja liða í dag.

"Algjörlega, mér fannst við geta spilað í auka 90 mínútur í viðbót og við værum ekki ennþá búnir að fá á okkur mark í þessum leik, er ekki að segja það hafi kannski verið sanngjarnt að við hefðum skorað en það gerðist það sem átti að gerast"

Hvernig fóru Vestri að því að fara upp úr þessari deild?

"Við höfum bara trú á þessu, um leið og við vissum það væri séns að spila í þessu umspili þá höfðu menn trú á verkefninu og Davíð sagði okkur fyrir leikinn það er búin að hanga mynd af Laugardalsvelli inn í klefa hjá okkur síðan í júlí þannig þetta var alltaf markmiðið"

Hvernig sér Elmar restina af kvöldinu fyrir sér?

"Það verður einhver þvæla, ég bara veit það ekki sko það verður bara eitthvað algjört rugl" Sagði Elmar í virkilega góðum gír.
Athugasemdir
banner
banner