Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   lau 30. september 2023 21:28
Arnar Laufdal Arnarsson
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Lengjudeildin
watermark Fyrirliðinn
Fyrirliðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Til hamingju Vestri
Til hamingju Vestri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við höfum eiginlega gert þetta fyrir hvert einasta tímabil núna síðustu 5-6 ár þá kemur Sammi framkvæmdarstjóri alltaf með þetta um að fara upp um deild en við pössuðum okkur á því núna í vor að gera það ekki þannig kannski hefur það einhver áhrif" Sagði Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra í viðtali eftir leik þar sem að Vestri tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu árið 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Það vissu allir hversu mikið var undir í þessum leik og það sást á spilamennsku beggja liða í dag.

"Algjörlega, mér fannst við geta spilað í auka 90 mínútur í viðbót og við værum ekki ennþá búnir að fá á okkur mark í þessum leik, er ekki að segja það hafi kannski verið sanngjarnt að við hefðum skorað en það gerðist það sem átti að gerast"

Hvernig fóru Vestri að því að fara upp úr þessari deild?

"Við höfum bara trú á þessu, um leið og við vissum það væri séns að spila í þessu umspili þá höfðu menn trú á verkefninu og Davíð sagði okkur fyrir leikinn það er búin að hanga mynd af Laugardalsvelli inn í klefa hjá okkur síðan í júlí þannig þetta var alltaf markmiðið"

Hvernig sér Elmar restina af kvöldinu fyrir sér?

"Það verður einhver þvæla, ég bara veit það ekki sko það verður bara eitthvað algjört rugl" Sagði Elmar í virkilega góðum gír.
Athugasemdir
banner
banner
banner