Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, mun fá tíma til að snúa við gengi liðsins.
Palace hefur byrjað tímabilið afar illa og er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með þrjú stig.
Palace hefur byrjað tímabilið afar illa og er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með þrjú stig.
Liðið tapaði gegn Everton um liðna helgi, 2-1. Það var fyrsti sigur Everton í deildinni.
Það voru gerðar miklar væntingar til Palace eftir að liðið endaði síðasta tímabil frábærlega. Glasner tók við Palace um mitt tímabil og liðið spilaði afskaplega vel eftir það.
Þetta tímabil hefur hins vegar farið mjög illa af stað en samkvæmt Football Insider mun Glasner fá tíma til að snúa gengingu við. Hann vann sér inn þann tíma með árangri sínum á síðustu leiktíð.
Eins og er, þá er enginn að örvænta í stjórnarherberginu hjá Crystal Palace.
Athugasemdir