Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   mán 30. september 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá líklegasti til að taka við er nú þegar í þjálfarateyminu
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að það séu fréttir um að Manchester United sé ekki með nein áform um að reka Erik ten Hag, þá hefur myndast mikil pressa á hann.

Man Utd hefur byrjað tímabilið illa og er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu sex leikina.

United tapaði 0-3 gegn Tottenham á heimavelli í gær og hefur Ten Hag fengið mikla gagnrýni í kjölfarið.

Það er áhugavert að skoða veðbanka núna og sjá hverjir eru líklegastir til að taka við United.

Efstur á lista er maður sem er í þjálfarateymi Ten Hag, landi hans Ruud van Nistelrooy. Hann kom inn í þjálfarateymið í sumar en Van Nistelrooy er fyrrum leikmaður Man Utd.

Þessir eru líklegastir til að taka við Man Utd:
1. Ruud van Nistelrooy
2. Gareth Southgate
3. Thomas Tuchel
4. Kieran McKenna
5. Roberto De Zerbi
6. Graham Potter
7. Thomas Frank
8. Zinedine Zidane
9. Mauricio Pochettino
10. Ruben Amorim
Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner