Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. október 2020 18:21
Magnús Már Einarsson
Valsmenn fengu fréttirnar eftir æfingu - „Þetta var sérstakt"
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals.
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn höfðu nýlokið æfingu í kvöld þegar þeir fengu þær fréttir að þeir væru Íslandsmeistarar. Þetta varð ljóst eftir að KSÍ tilkynnti að Íslandsmótinu sé lokið.

„Við vorum að klára æfingu þegar einhver sagði að það væri búið að slaufa mótinu. Sumir fóru beint í símann og kíktu á þetta. Það voru einhverjir farnir heim en við kölluðum hópinn saman. Þetta var sérstakt," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals við Fótbolta.net í kvöld.

Haukur segir ekki ljóst hvernig Valsmenn komi til með að fagna titlinum en þeir muni líklega njóta þess í kvöld áður en samkomutakmarnir verða hertar.

„Takmarkanir fara ekki af stað fyrr en á miðnætti í kvöld svo við getum sest yfir og farið yfir þetta. Það er spes að klára þetta svona."

Framtíð Íslandsmótsins hefur verið í lausu lofti síðan í október en Valsmenn vildu reyna að klára mótið enda áttu þeir möguleika á að slá stigamet í deildinni.

„Við vildum klárlega klára mótið. Það voru allir staðráðnir í því í leikmannahópnum og í kringum liðið að við vildum klára mótið og spila þessa leiki sem eftir voru. Það var ekki í okkar höndum að taka þá ákvörðun. Við æfðum vel í öllum þessum stoppum og vorum alltaf klárir í að mótið myndi fara af stað aftur."

Haukur Páll varð einnig Íslandsmeistari með Val árin 2017 og 2018 en hann segir það hafa verið öðruvísi í ár.

„Þetta var stórfurðulegt tímabil. Það kom nýtt þjálfarateymi inn og þeir komu með sínar áherslur. Það voru smá breytingar a því hvernig við spiluðum. Það er frábæt að vera Íslandsmestari þó að maður hefði viljað klára mótið. Það voru þrjú stopp en við æfðum gríðarlega vel og erum að mér finnst verðugir meistarar," sagði Haukur Páll við Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner