Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. nóvember 2020 19:24
Victor Pálsson
England: Fulham vann óvæntan útisigur á Leicester
Mynd: Getty
Leicester City 1 - 2 Fulham
0-1 Ademola Lookman('30)
0-2 Ivan Cavaleiro('38)
1-2 Harvey Barnes('86)

Fulham vann virkilega óvæntan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Brendan Rodgers og hans lærisveinum í Leicester City.

Nýliðarnir voru í fallsæti fyrir leikinn í kvöld og voru með fjögur stig eftir fyrstu níu leikina. Leicester gat hins vegar jafnað bæði Liverpool og Tottenham að stigum í efstu tveimur sætunum.

Fulham byrjaði leikinn virkilega vel í fyrri hálfleik og komst 2-0 yfir með mörkum frá Ademola Lookman og Ivan Cavaleiro með stuttu millibili.

Helsta vopn Fulham í sókninni, Aleksandar Mitrovic, spilaði aðeins þrjár mínútur í leiknum.

Leicester setti stífa pressu að marki gestanna í seinni hálfleik en vörn Fulham hélt lengi og leit mjög vel út á mörgum köflum.

Leicester kom þó boltanum í netið þegar fjórar mínútur voru eftir en Harvey Barnes kláraði færi sitt virkilega vel innan teigs og gaf heimamönnum von.

Fulham náði hins vegar að halda út síðustu mínúturnar og lyftu sér upp í 17. sætið og er nú með sjö stig, einu stigi frá fallsæti.

Athugasemdir
banner
banner