Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. nóvember 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Gunnhildur Yrsa: Vitum hvað við þurfum að laga
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland heimsækir Ungverjaland í síðasta leiknum í undankeppni EM kvenna á morgun. Ísland getur með sigri tryggt sér sæti á EM í Englandi en þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undankeppninni fara beint á mótið.

„Við einbeitum okkur að einum leik í einu. Þetta er ekki allt í okkar höndum. Við þurfum á sigri að halda og svo sjáum við hvað gerist," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í viðtali á Twitter síðu KSÍ.

Ísland vann Slóvakíu 3-1 í síðustu viku eftir að hafa lent 1-0 undir.

„Við erum ánægðar með þrjú stig í síðasta leik og tilbúnar nú til að einbeita okkur að Ungverjalandi. Við erum að skipuleggja þann leik. Þetta eru mjög mikilvæg stig og við þurfum á þeim að halda."

„Við megum ekki byrja svona illa. Við vitum hvað við þurfum að laga og ég held að við höfum lært heilmikið af fyrri hálfleiknum gegn Slóvakíu. Það sýndi hvað er mikill karakter í þessu liði að koma til baka eftir svona hálfleik."

Athugasemdir
banner