Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. nóvember 2020 20:45
Victor Pálsson
Memphis skýtur á Glazer fjölskylduna í nýju lagi
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, fyrrum leikmaður Manchester United, gerir það ágætt í rappbransanum en hann einbeitir sér að tónlistinni í fríinu.

Memphis er í dag á mála hjá Lyon í Frakklandi og hefur gert það gott - Barcelona gæti reynt að fá hann á næsta ári.

Það gekk ekki vel hjá sóknarmanninum á Englandi en hann spilaði 33 deildarleiki frá 2015 til 2017 og skoraði tvö mörk. Hann kom frá PSV Eindhoven í heimalandinu, Hollandi.

Í nýjasta lagi Memphis þá skýtur hann á Glazer fjölskylduna en það eru eigendur Man Utd og hafa verið í mörg ár.

Óhætt er að segja að þessi fjölskylda sé ekki vinsæl á meðal stuðningsmanna liðsins og er oft sökuð um græðgi sem og áhugaleysi þegar kemur að starfsemi félagsins.

„Ég þarf peninga eins og Glazer fjölskyldan," er lína í nýjasta lagi leikmannsins sem heitir Big Fish og er á ensku.

Lagið hefur fengið fínustu viðbrögð síðan það kom út þann 26. nóvember síðastliðinn.

Setninguna má heyra eftir um eina og hálfa mínútu í laginu hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner