Hinn átján ára Nuno Mendes hefur frestað því að gera nýjan samning við Sporting Lissabon eftir að fréttir bárust af áhuga Liverpool.
Mendes er vinstri bakvörður sem hefur heillað menn á þessu tímabili og hefur verið orðaður við Leicester og Newcastle.
Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum vill Mendes ekki fæla burtu áhugasöm félög með því að hækka riftunarákvæðið í samningnum en það er nú 40 milljónir punda.
Mendes er vinstri bakvörður sem hefur heillað menn á þessu tímabili og hefur verið orðaður við Leicester og Newcastle.
Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum vill Mendes ekki fæla burtu áhugasöm félög með því að hækka riftunarákvæðið í samningnum en það er nú 40 milljónir punda.
Núgildandi samningur þessa efnilega leikmanns rennur út 2025
Mendes hefur sagt að hann sé spenntur fyrir því að endurnýja samning sinn en fréttir af áhuga Liverpool kveiktu áhuga hans.
Liverpool keypti vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas frá Olympiakos í sumar sem varaskeifu fyrir Andy Robertson sem minnkar væntanlega líkurnar á því að Liverpool bjóði í Mendes.
Athugasemdir