Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. nóvember 2020 19:50
Victor Pálsson
Svíþjóð: Ísak byrjaði og Kolbeinn á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var ekki í byrjunarliði AIK í Svíþjóð í kvöld sem spilaði við Kalmar í úrvalsdeildiinni.

AIK hefur ekki verið sannfærandi á tímabilinu en liðið er aðeins með 38 stig eftir 29 umferðir og situr í níunda sætinu.

Kalmar er í fallsæti en tókst þrátt fyrir það að vinna 1-0 útisigur þar sem Erik Israelsson gerði eina markið seint í seinni hálfleik.

Kolbeinn fékk 24 mínútur í leiknum en hann kom inná sem varamaður á 66. mínútu.

Í hinum leik kvöldsins áttust við Hammarby og Norrkoping en Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með því síðarnefnda.

Ísak var á sínum stað í byrjunarliði Norrkoping og spilaði 87 mínútur í góðum 1-0 útisigri.

Norrkoping er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig, tveimur stigum frá Evrópusæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner