Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. nóvember 2020 15:30
Enski boltinn
Tekur Henderson stöðuna af De Gea?
Mynd: Getty Images
Dean Henderson kom inn á sem varamaður í mark Manchester United í hálfleik í 3-2 sigrinum á Southampton í gær eftir að David De Gea fór meiddur af velli.

De Gea meiddist þegar hann lenti á stönginni eftir að hafa reynt að verja aukaspyrnu frá James Ward-Prowse.

Í hlaðvarpsþættinum „enski boltinn" í dag var spurt hvort Henderson gæti tekið stöðuna af De Gea sem aðalmarkvörður ef hann fær að spila nokkra leiki í fjarveru Spánverjans.

„Þrátt fyrir að De Gea hafi verið fínn á þessu tímabili og það hafi verið stígandi hjá honum þá á hann klárlega séns á því," sagði Gunnar Ormslev.

„Ef De Gea væri bandarískur þá er þetta leikmaður sem myndi aldrei ná í gegn. Allt sem klúðrast hjá De Gea lítur svo aulalega út. Þessi aukaspyrna var alveg út við stöng. Hann er kominn þarna og slær boltann í netið. Þetta lítur svo aulalega út. Þetta hefði litið betur út ef hann hefði staðið kyrr og ekki skutlað sér," sagði Jóhann Skúli Jónsson.

„Þetta var ekkert alslæmt í gær en manni finnst eins og hann ráði ekki yfir neinu í teignum. Ef þetta heldur svona áfram þá hlýtur hann að fara að setja Deano í markið."

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð innkoma Cavani og reiður Klopp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner