Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands: Steini stillir upp sínu sterkasta liði
Icelandair
Liðið sem spilaði gegn Tékklandi í október.
Liðið sem spilaði gegn Tékklandi í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra er í markinu.
Sandra er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Kýpur í fjórða leik sínum í undankeppni HM á Kýpur í dag. Ísland er með sex stig eftir sigra gegn Tékklandi og einmitt Kýpur. Leikur liðanna á Laugardalsvelli endaði með 5-0 sigri Íslands í október.

Ísland lék vináttuleik á fimmtudag gegn Japan og vann íslenska liðið 2-0 sigri. Leikurinn í dag hefst klukkan 17:00 og er í beinni útsendingu á RÚV og beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, stillir upp sama liði og vann 4-0 sigur gegn Tékklandi í síðasta mánuði.

Frá leiknum gegn Japan eru sex breytingar. Inn í liðið koma þær Sandra, Guðný, Guðrún, Hallbera, Dagný og Berglind.

Lestu um leikinn: Kýpur 0 -  4 Ísland

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir

Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (f)
Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertdóttir


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner