Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. nóvember 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegt kvöld í Doncaster: England skoraði 20 mörk
White er núna markahæst í sögu enska landsliðsins.
White er núna markahæst í sögu enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Enska kvennalandsliðið vann hreint út sagt ótrúlegan gegn Lettlandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Leikurinn fór fram í Doncaster.

England niðurlægði Lettland algjörlega og náðu að vinna sinn stærsta sigur í keppnisleik frá upphafi.

Lauren Hemp skoraði fernu og voru Beth Mead og Ellen White báðar með þrennu. Lauren White er núna sú markahæsta í sögu enska landsliðsins með 48 mörk í 101 landsleik.

Staðan var 8-0 í hálfleik fyrir England og var hún 20-0 - hvorki meira né minna - þegar flautað var til leiksloka. Ótrúleg úrslit.

England átti alls 64 skot að marki í leiknum og nóg að gera hjá markverði Lettlands, sem varði þó ekki rosalega mikið.

England hefur unnið fyrstu sex leiki sína í undankeppninni og hefur liðið skorað 53 mörk án þess að fá á sig eitt einasta mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner