Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. nóvember 2021 12:51
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Carrick stýrir gegn Arsenal
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick verður ekki við stjórnvölinn hjá Manchester United gegn Arsenal á fimmtudaginn en enn er unnið að því að ganga frá atvinnuleyfi hans.

Ráðning Rangnick í stöðu bráðabirgðastjóra var staðfest á mánudaginn en starfsmönnum var sagt frá því í gær að hann myndi ólíklega stýra leiknum gegn Arsenal.

Hjá United eru menn bjartsýnir á að Rangnick verði kominn með leyfi til að stýra heimaleik gegn Crystal Palace á sunnudag.

Michael Carrick verður áfram með stjórnartaumana. Carrick hefur stýrt tveimur leikjum United, Meistaradeildarsigrinum gegn Villarreal og jafnteflinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn á fimmtudag er gríðarlega mikilvægur í Meistaradeildarbaráttunni, United er fimm stigum á eftir Arsenal sem er jafnt West Ham í fjórða sætinu,

Rangnick mun stýra United í sex mánuði, út tímabilið, og svo tekur í gildi samningur um að hann verði ráðgjafi hjá félaginu í tvö ár. United staðfesti í gær að Carrick og aðrir sem voru í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær, þar á meðal Mike Phelan og Kieran McKenna, myndu starfa áfram hjá félaginu. Rangnick mun taka einhverja aðstoðarmenn sína með sér til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner