þri 30. nóvember 2021 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Torfi Tímoteus samningslaus - Sameiginleg ákvörðun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur yfirgefið Fylki eftir eitt ár í herbúðum liðsins. Torfi gekk í raðir Fylkis frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og lék sautján deildarleiki með liðinu sem endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og spilar í Lengjudeildinni að ári.

Torfi er 22 ára varnarmaður sem uppalinn er í Fjölni en hefur einnig leikið með KA á sínum ferli.

Fótbolti.net fékk það staðfest frá leikmanninum í dag að hann sé samningslaus og það hafi verið sameiginleg ákvörðun hans og Fylkis að samningi skildi rift. Samningurinn átti að gilda út næsta tímabil.

Á sínum tíma lék Torfi 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner