Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 30. nóvember 2022 11:51
Elvar Geir Magnússon
Íþróttamálaráðherra Breta með 'OneLove' band í Katar
Stuart Andrew í stúkunni í gær.
Stuart Andrew í stúkunni í gær.
Mynd: Getty Images
Stuart Andrew, íþróttamálaráðherra Betlands, var með 'OneLove' fyrirliðaband í heiðursstúkunni á leik Englands gegn Wales í gær.

England og Wales voru meðal liða sem hættu við að notast við bandið í keppninni af ótta við að fá refsingu.

Andrew er samkynhneigður og ákvað að vera með bandið til að vekja athygli á fjölbreytileikanum.

„Í þeirri einstöku stöðu sem ég er í sem íþróttamálaráðherra tel ég mig þurfa að vera fulltrúi allra og senda þau skilaboð til FIFA að skoða þessi mál," segir Andrew.

„Það eru margir stuðningsmenn sem vilja mæta og hvetja liðið áfram. Það er sorglegt að sumum finnst þeir ekki vera velkomnir."
Athugasemdir
banner
banner