Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   fim 30. nóvember 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Havertz er stórkostlegur leikmaður
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Kai Havertz skoraði sigurmark Arsenal gegn Brentford um helgina eftir að hafa komið inn af bekknum. Hann var meðal byrjunarliðsmanna í 6-0 sigrinum gegn Lens í Meistaradeildinni í gær og kom Arsenal á bragðið með fyrsta marki leiksins.

Gabriel Jesus átti fyrirgjöf og Havertz var eins og sannur sóknarmaður þegar hann var fyrstur í boltann og kom honum í netið af stuttu færi.

„Hann er að skora mörk, spila vel, taka þátt í sigrum. Þetta eru jákvæð framlög," segir Mikel Arteta um frammistöðu Havertz.

Þýski leikmaðurinn hefur ekki þótt nægilega mikinn stöðugleika á sínum ferli og hann fékk talsverða gagnrýni í upphafi þessa tímabils, eftir að hafa verið keyptur frá Chelsea í sumar.

„Þið sáuð viðtökurnar sem hann fékk frá liðsfélögum sínum og stuðninginn sem hann fékk frá áhorfendum, nafn hans var sungið. Hann er stórkostlegur leikmaður," segir Arteta.

Arsenal mætir Úlfunum á laugardag og Arteta vonast til þess að Havertz haldi þar uppteknum hætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner