Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fim 30. nóvember 2023 00:14
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Allt jafnt á Mallorca
Mynd: EPA
Mallorca 1 - 1 Cadiz
0-1 Ruben Alcaraz ('12 )
1-1 Abdon Prats ('45 )

Real Mallorca og Cadiz gerðu 1-1 jafntefli í La Liga á Spáni í kvöld.

Þrátt fyrir öfluga byrjun heimamanna var það Cadiz sem tók forystuna.

Ruben Alcaraz skoraði þá laglegt mark beint úr aukaspyrnu og ekki amalegt að þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu.

Mallorca fékk nóg af færum til að jafna metin og kom markið fyrir rest er Abdon Prats skallaði fyrirgjöf Pablo Maffeo í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Darwin Machis komst næst því að stela sigrinum í síðari hálfleik en Predrag Rajkovic, markvörður Mallorca varði frábærlega.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 1-1. Cadiz er í 16. sæti með 11 stig en Mallorca í sætinu fyrir neðan með 10 stig.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner