Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   fim 30. nóvember 2023 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn köstuðu snjóboltum í markvörðinn - Dómarinn hótaði að flauta leikinn af
Eins og sjá má á þessari mynd þá var ekkert vandamál fyrir stuðningsmenn beggja liða að sækja sér snjó og hnoða í nokkra bolta
Eins og sjá má á þessari mynd þá var ekkert vandamál fyrir stuðningsmenn beggja liða að sækja sér snjó og hnoða í nokkra bolta
Mynd: EPA
Fyndið atvik átti sér stað í leik HJK Helsinki og Aberdeen í Sambandsdeildinni í kvöld, en dómaranum var ekki skemmt, sem hótaði því að flauta leikinn af.

Stuðningsmenn Aberdeen fylgdu liði sínu til Helsinki fyrir þennan hörkuleik.

Helsinki var að vinna leikinn 2-1 áður en stuðningsmenn skoska liðsins tóku upp á því að hnoða snjóbolta og kasta í Niki Maenpaa, markvörð Helsinki.

Þó það sé nú ekki beint glæpur að kasta snjóboltum þá fór þetta vissulega í taugarnar á markverðinum og dómara leiksins, sem hótaði því að flauta leikinn af ef þeir myndu ekki hætta þessu.

Stuðningsmenn Aberdeen gáfu sig á endanum og fékk leikurinn eðlilegan endi.

Honum lauk með 2-2 jafntefli og er það ljóst að bæði lið eru ekki á leið áfram í úrslitakeppnina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner