Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. desember 2021 18:52
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku gagnrýnir leikkerfi Tuchel - „Ég er ekki ánægður með stöðuna"
Romelu Lukaku
Romelu Lukaku
Mynd: EPA
Romelu Lukaku, framherji Chelsea á Englandi, segist ekki sáttur með stöðuna sem hann er í hjá enska félaginu en hann ræðir það við Sky Sports.

Lukaku var keyptur til Chelsea frá Inter í sumar fyrir tæpar 100 milljónir punda.

Hann hefur aðeins skorað fimm mörk í þrettán deildarleikjum en hann kvartar yfir leikkerfi Thomas Tuchel, stjóra liðsins.

Tuchel hefur ekki tekist að ná því allra besta úr framherjanum en er óánægður með stöðuna.

„Ég er í góðu standi líkamlega en ég er ekki ánægður með stöðuna hjá Chelsea."

„Tuchel hefur ákveðið að spila annað leikkerfi en ég mun samt ekki gefast upp. Ég er atvinnumaður en ég er ekki ánægður með stöðuna,"
sagði Lukaku.
Athugasemdir
banner
banner