Englendingurinn Liam Rosenior stýrði Chelsea beint í 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu með því að vinna Napoli, 3-2, á útivelli í lokaumferðinni í gær.
Chelsea sýndi mikinn karakter með því að vinna Napoli eftir komist yfir en lent síðan undir.
Í þeim síðari kláraði Lundúnaliðið leikinn og flaug inn í 16-liða úrslitin.
„Mér fannst karakter leikmanna, seiglan í seinni hálfleik og viðbrögðin við því að lenda undir svo jákvæð. Ég vildi sjá grimmd í fyrri hálfleiknum og áttum alveg góð augnablik þar sem við unnum boltann á þeirra vallarhelmingi, en það var of mikið bil á milli manna sem við löguðum í hálfleik," sagði Rosenior.
Joao Pedro var bestur hjá Goal og fleiri miðlum, en hann skoraði tvö mörk eftir stoðsendingar frá Cole Palmer.
„Mögnuð frammistaða frá Pedro. Hann hefur sýnt mér þetta frá því ég kom til félagsins. Bara það að koma til baka eftir að hafa lent undir sýnir karakterinn og gerir mig að ánægðum þjálfara."
„Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt um liðið mitt og hvað við erum færir um að gera. Ég vil fá áræðni og að við færum þarna út til þess að vinna leikinn. Jamie Gittens kom inn á og skipti sköpum. Ég er með stórkostlega leikmenn og hóp sem ég treysti. Ég hef þegar tjáð þeim það."
Hann segir það hafa verið mikinn létti að komast beint áfram og það gefi honum meira svigrúm til þess vinna með leikmönnum.
„Það er ótrúlega mikilvægt og mjög stórt fyrir okkur að geta unnið með leikmönnunum á æfingasvæðinu og koma þeim í betra form. Það er mjög gott," sagði Rosenior sem var einnig spurður út í hlutverk hans hjá Chelsea.
„Maður verður að njóta starfsins. Við erum heppnasta fólk í heimi að geta unnið við þetta og bara algerri forréttindastöðu. Þú verður að njóta þessara augnablika, en við viljum samt meira.
„Við erum í Meistaradeild Evrópu þannig þegar allt kemur til alls verður þú að spila við þá bestu og vinna þá bestu. Ég er bara hæstánægður að við komumst áfram með þessum hætti," sagði Rosenior.
Athugasemdir




