Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   fim 29. janúar 2026 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Fékk innblástur frá Alisson - „Hann var stórkostlegur í þeim leik"
Nick Pope
Nick Pope
Mynd: EPA
Nick Pope, markvörður Newcastle United, segist hafa sótt innblástur frá kollega sínum í Liverpool, Alisson Becker, fyrir leikinn gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær.

Pope átti frábæran leik í marki Newcastle sem tókst að landa stigi gegn Evrópumeisturunum.

Hann varði meðal annars víti frá Ousmane Dembele, sem vann hin eftirsóttu Ballon dÓr verðlaun á síðasta ári.

„Við vissum að við þurftum á sigri að halda, það var alveg vitað mál. Við gerðum vel að halda okkur inn í leiknum og fengum alveg færin í lokin, en allt í allt var þetta mjög góð frammistaða."

„Aftur fáum við dæmda hendi og víti á okkur. Þegar hann fer að skjánum þá veistu að þetta er að fara gerast. Ég var þakklátur að hafa varið þessa spyrnu því eftir hana litum við mjög vel út. Vonandi fáum við ekki of margar í viðbót á okkur,"
sagði Pope.

Pope segir að Alisson, markvörður Liverpool, eigi þátt í þessari frammistöðu en hann veitti honum innblástur. Pope sá Alisson eiga frábæran leik gegn PSG í Meistaradeildinni á síðasta ári sem hjálpaði Pope í undirbúningnum.

„Það er ekki leiðinlegt. Ég man ég horfði á Alisson hér á síðasta ári og hann átti stórkostlegan leik. Það veitti mér smá innblástur."

„Þetta er gott skref í rétta átt og ég er mjög ánægður með það. Það eru hlutir sem við getum unnið í, en þegar við komumst síðast í þessa keppni fyrir tveimur árum þá fórum við ekki svona langt þannig þetta er spennandi fyrir okkur," sagði markvörðurinn í lokin.
Athugasemdir
banner
banner