Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fim 31. mars 2016 11:04
Gunnar Birgisson
Hjörtur Hermanns frá í mesta lagi fjórar vikur
Hjörtur í leiknum gegn Grikkjum.
Hjörtur í leiknum gegn Grikkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson verður frá keppni í mesta lagi fjórar vikur eftir að hafa meiðst með íslenska landsliðinu gegn Grikkjum í fyrrakvöld.

Meiðsli Hjartar litu ekki vel út í byrjun en hann var fluttur af leikvanginum í Aþenu með sjúkrabíl.

Nú er hins vegar ljóst að hann verður frá keppni í innan við mánuð.

„Ég var í skoðun í morgun hjá Joni Karlssyni og Leif Swärd sem eru án efa tveir af bestu íþrottalæknum í heimi. Niðurstaðan sú að það er einhver hip flexor vöðvi skaðaður en ég verð ekki lengur frá en 4 vikur," sagði Hjörtur við Fótbolta.net í dag.

Hjörtur kom til IFK Gautaborg á láni frá PSV Einhoven á dögunum.

Sænska úrvalsdeildin hefst um helgina en reikna má með að Hjörtur missi að minnsta kosti af fyrstu fjórum umferðunum þar.
Athugasemdir
banner