Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 31. mars 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Kolbeinn: Mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma
Icelandair
„Tilfinningarnar eru blendnar, stoltir af því að komast á lokamót en ekki sáttir með úrslitin. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu og vonandi geta menn lært af þessu," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson eftir leik Íslands og Frakklands í lokakeppni Evrópumótsins.

Leikurinn var sá síðasti hjá Kolbeini með U21 árs landsliðinu. Hvernig leið honum inn á vellinum?

„Mér leið vel, við áttum fínan leik en slökktum aðeins á okkur á tveimur momentum og þá refsa svona sterk lið eins og Frakkar."

„Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt, það er alltaf erfitt og það má aldrei kom augnablik sem þú slekkur á þér. Alltaf gaman að spila á móti góðum leikmönnum."


Hvað tekur Kolbeinn með sér úr mótinu og yfir í deildarkeppnina með varaliði Dortmund?

„Klárlega varnarleikinn, einbeitingin hér er meiri á varnarleikinn og það eru alls konar litlir punktar sem ég get tekið út úr þessu."

Hvað er það skemmtilegasta sem þú upplifðir í þessari ferð?

„Leikirnir, þetta er stórt svið, mikil umfjöllun og að fá að spila er klárlega það skemmtilegasta."

Ertu upplifa skrítnar tilfinningar eftir lokaleikinn með þessu liði?

„Já, þetta eru að vissu leyti skrítnar tilfinningar. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma."

„Klárlega ein af þeim. Það var 'unreal' tilfinning," sagði Kolbeinn aðspurður um augnablikið þegar liðið tryggði sig inn á þetta mót, hvort sú tilfinning væri skemmtilegasta tilfinningin til þessa á ferlinum.

Viðalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner