Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 31. mars 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Kolbeinn: Mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma
Icelandair
„Tilfinningarnar eru blendnar, stoltir af því að komast á lokamót en ekki sáttir með úrslitin. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu og vonandi geta menn lært af þessu," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson eftir leik Íslands og Frakklands í lokakeppni Evrópumótsins.

Leikurinn var sá síðasti hjá Kolbeini með U21 árs landsliðinu. Hvernig leið honum inn á vellinum?

„Mér leið vel, við áttum fínan leik en slökktum aðeins á okkur á tveimur momentum og þá refsa svona sterk lið eins og Frakkar."

„Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt, það er alltaf erfitt og það má aldrei kom augnablik sem þú slekkur á þér. Alltaf gaman að spila á móti góðum leikmönnum."


Hvað tekur Kolbeinn með sér úr mótinu og yfir í deildarkeppnina með varaliði Dortmund?

„Klárlega varnarleikinn, einbeitingin hér er meiri á varnarleikinn og það eru alls konar litlir punktar sem ég get tekið út úr þessu."

Hvað er það skemmtilegasta sem þú upplifðir í þessari ferð?

„Leikirnir, þetta er stórt svið, mikil umfjöllun og að fá að spila er klárlega það skemmtilegasta."

Ertu upplifa skrítnar tilfinningar eftir lokaleikinn með þessu liði?

„Já, þetta eru að vissu leyti skrítnar tilfinningar. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma."

„Klárlega ein af þeim. Það var 'unreal' tilfinning," sagði Kolbeinn aðspurður um augnablikið þegar liðið tryggði sig inn á þetta mót, hvort sú tilfinning væri skemmtilegasta tilfinningin til þessa á ferlinum.

Viðalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner