Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrum, treyjum og skartgripum rænt úr þakíbúð Mahrez
Mynd: Getty Images
Þremur úrum sem eru saman meira en 50 milljón króna virði var rænt úr þakíbúð Riyad Mahrez, leikmanns Manchester City.

Þá var 50 þúsund pundum, Cartier skartgripum og sjaldgæfum fótbolta treyjum einnig rænt úr íbúðinni einnig rænt samkvæmt heimildum The Sun.

Mahrez var ekki heima fyrir þegar hann var rændur en þrjár aðrar íbúðir í kringum heimili Mahrez voru einnig rændar. Rúmur mánuður er siðan innbrotið átti sér stað.

Innbrotsþjófarnir fengu aðgangskort að öllu svæðinu en það kort hefur verið gert upptækt og segir The Sun frá því að það verði ekki hægt að nota á ný.

Alls er talið að verðmæti eignanna sem stolið var af Mahrez hafi verið um 75 milljónir króna auk tæplega tíu milljóna í seðlum.
Athugasemdir
banner
banner