Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 31. maí 2023 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski hópurinn fyrir HM er svona: Tvær stjörnur ekki með
watermark Beth Mead ekki með.
Beth Mead ekki með.
Mynd: EPA
watermark Fyrirliðinn Leah Williamson er fjarri góðu gamni.
Fyrirliðinn Leah Williamson er fjarri góðu gamni.
Mynd: EPA
Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, hefur opinberað enska landsliðshópinn sem tekur þátt á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.

Enska liðið fer á mótið sem ríkjandi Evrópumeistari og verða miklar væntingar gerðar til þeirra.

Beth Mead, sem var besti leikmaður Englands á EM síðasta sumar, getur ekki tekið þátt á mótinu að þessu sinni vegna meiðsla. Það eru afar svekkjandi tíðindi fyrir enska liðið og auðvitað fyrir leikmanninn sjálfan.

Leah Williamson, fyrirliði Englands, verður þá heldur ekki með á mótinu vegna meiðsla. Líklegt er að Lucy Bronze, leikmaður Barcelona, verði með bandið á mótinu í sumar.

Af 23 leikmönnum í hópnum þá tóku 16 þátt á EM á síðasta ári.

Markverðir: Mary Earps (Man Utd), Hannah Hampton (Aston Villa), Ellie Roebuck (Man City).

Varnarmenn: Millie Bright (Chelsea), Lucy Bronze (Barcelona), Jess Carter (Chelsea), Niamh Charles (Chelsea), Alex Greenwood (Man City), Esme Morgan (Man City), Lotte Wubben-Moy (Arsenal)

Miðjumenn: Laura Coombes (Man City), Jordan Nobbs (Aston Villa), Georgia Stanway (Bayern München), Ella Toone (Man Utd), Katie Zelem (Man Utd), Keira Walsh (Barcelona)

Sóknarmenn: Rachel Daly (Aston Villa), Beth England (Tottenham), Lauren Hemp (Man City), Lauren James (Chelsea), Katie Robinson (Brighton), Chloe Kelly (Man City), Alessia Russo (Man Utd)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner