Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 31. maí 2023 23:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd nær samkomulagi við Mount

Það lítur allt út fyrir að Mason Mount sé að ganga til liðs við Manchester United. Samkvæmt heimildum Daily Telegraph hefur hann náð samkomulagi við félagið.


Liverpool og Arsenal hafa sýnt enska landsliðsmanninum áhuga en United þykir líklegasti áfangastaðurinn.

Erik ten Hag hefur verið bjartsýnn á að vinna kapphlaupið um leikmanninn en hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Mauricio Pochettino nýr stjóri Chelsea ætlar að taka til á miðjunni hjá liðinu, það lítur út fyrir að Mateo Kovacic sé einnig á förum og sé að ganga í raðir Manchester City. Chelsea hefur gefið grænt ljós á að City ræði beint við Kovacic.


Athugasemdir
banner
banner
banner