Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Xhaka var rosalega nálægt því að yfirgefa Arsenal
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka viðurkennir að hann hafi verið rosalega nálægt því að yfirgefa Arsenal þegar upp úr sauð í samskiptum hans við stuðningsmenn á síðasta ári.

Fyrirliðabandið var tekið af Xhaka eftir að hann sagði 'Fokk off' við stuðningsmenn í stúkunni þegar baulað var á hann í vonbrigðis jafntefli gegn Crystal Palace í október.

Á þeim tíma leit út eins og Xhaka myndi ekki spila fyrir félagið aftur en undir Mikel Arteta hefur hann náð að vinna sér inn byrjunarliðssæti á nýjan leik og allt er fyrirgefið.

„Allir vita hvað gerðist milli mín og stuðningsmanna. Þetta var ekki góður tími, þetta var ekki fallegt. Ég kom sterkari en nokkru sinni fyrr til baka og lærði af þessu máli. Ég vona að stuðningsmenn hafi líka lært," segir Xhaka.

„Ég er leikmaður sem gef mig alltaf 100% í hvern leik. Fólk er farið að skilja mig betur og betur núna. Ég verð að vera hreinskilinn. Ég var rosalega nálægt því að yfirgefa félagið."

Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner